Hringavitleysa sjóðsins

Punktar

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn vildi ekki aðstoða Ísland nema deilan um IceSave yrði leyst. Sagði það vera hluta af endurreisn Íslands sem gjaldgengs aðila í kapítalismanum. Um öll Norðurlönd endurómaði, að Íslandi yrði treyst, þegar búið væri að ganga frá IceSave. Samt vissu allir, að samkomulagið yki skuldasúpu íslenzka ríkisins. Hvað gerist svo eftir samkomulag um IceSave og opnun flóðgátta af lánum: Lánshæfismat ríkissjóðs er metið mun lakara en áður. Skuldir upp á 150% af landsframleiðslu eru taldar svo hættulegar, að Ísland nýtur einskis trausts lengur. Afleiðing af bullu-hagfræði sjóðsins.