Hringekja valdafólks

Punktar

Þolað er í Bandaríkjunum, að menn skipti um hatta. Þingmaður gætir hags auðsins í þingnefnd. Eftir kjörtímabilið gerist hann forstjóri eða pólitískur tengill hjá risafyrirtæki og getur endað sem yfirdómari. Hringekja valdafólks er líka hafin í Evrópu, þar sem Barroso gerðist forstjóri hjá Goldman Sachs, sem áður hafði þegið að vera undir pilsfaldi Evrópusambandsins. Partur af heimsklúbbi valda og auðs. Menn hljóta kosningu vegna fjárveitinga Goldman Sachs, gæta hagsmuna þeirra í pólitík og enda í hægum sessi hjá Goldman Sachs. Í Bandaríkjunum eru nánast allir þingmenn á framfæri sérhagsmuna. Við skulum passa okkur hér, einkum á Engeyingum.