Hringekjan snýst

Punktar

Kjósendur hugsa ekki út fyrir ramma fjórflokksins. Ný framboð hafa lítið sem ekkert fylgi í könnunum. Í síðustu kosningum refsuðu kjósendur Flokknum og Framsókn, en hossuðu Samfylkingunni og Vinstri grænum. Í næstu kosningum ætla þeir að refsa Samfylkingunni og Vinstri grænum, en hossa Framsókn. Því snýst hringekja heimskunnar áfram. Ýmist velja menn bjána eða bófa. Við því er sennilega ekkert að gera. Sjálfstæðisflokkurinn er sáttur við sitt litla fylgi. Orðinn digurbarkalegur, treystir á Framsókn. Styrmir Gunnarsson er þegar farinn að hóta að hreinsa kontórista, sem hann hefur á svörtum lista.