Hringurinn þrengist

Punktar

Smám saman er að koma í ljós, að leyniþjónustur sumra Evrópuríkja hafa vitað um fangaflutninga CIA til pyndingabúða og sumar aðstoðað stofnunina við að grípa menn. Hringurinn þrengist um ýmsa menn, til dæmis yfirmann ítölsku leyniþjónustunnar, sem nú hefur verið opinberlega ákærður. Einnig þrengist hringurinn um flugvallarstjóra, til dæmis yfirmann Prestwick flugvallar í Skotlandi. Einnig hefur Evrópusambandið fundið, að stjórnin í Rúmeníu útvegaði pyndingabúðir. Í sumum ríkjum bunu bönd berast að lögregluráðherrum. Leyniþjónusta á Íslandi mundi lenda í svona ógöngum.