Hrísháls

Frá Enni um Hrísháls að Laufskálarétt.

Farið er um Viðvíkursveit. Miðja vega leiðarinnar er Viðvík. Þar bjó Þorbjörn öngull Þórðarson, sem drap Gretti Ásmundarson í Drangey. Áður en bílvegur var lagður inn að Hólum í Hjaltadal var þetta aðalleiðin til biskupssetursins.

Byrjum hjá þjóðvegi 76 við Enni. Síðan norður og austur með Viðvíkurfjalli, að Laufskálarétt.

8,9 km
Skagafjörður

Nálægar leiðir: Brimnes, Þverárjökull, Héðinsskarð, Hólamannavegur, Heljardalsheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort