Hrísheimar

Frá Baldursheimi við þjóðveg 849 í Mývatnssveit um Hrísheima að Jafnafelli á Mývatnsheiði.

Rétt vestan Baldursheims er fornbýlið Hrísheimar. Þar var stunduð umfangsmikil járnvinnsla 950-1158. Fundizt hafa um tuttugu rauðablástursofnar og ýmsir gripir úr kopar og járni.

Járn er að finna í mýrarauða hér á landi. Honum og viðarkolum var blandað saman í grjóthlöðnum þróm, sem kallaðar voru ofnar. Viðarkolin fengust með því að brenna trjávið í þöktum gryfjum. Kolin og mýrarauðinn voru brennd við háan hita og kallaðist það rauðablástur. Járnbráð seytlaðist niður í botn þróarinnar. Við það fékkst blástursjárn, sem hamrað var, unz úr því varð betra smíðajárn. Á 15. öld voru skógar teknir að eyðast og ódýrara járn kom í innflutningi. Þá lagðist af rauðablástur hér á landi.

Förum frá Baldursheimi vestur um Hrísheima og Heiði. Suður frá Sandfelli á Stóraás, þaðan vestur að suðurenda Jafnafells.

12,0 km
Þingeyjarsýslur

Nálægir ferlar: Krákárbotnar, Mývatnsheiði, Engidalur.
Nálægar leiðir: Kráká, Gautlönd, Kleifarsund.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort