Píratar hafa helming alls fylgis kjósenda undir fertugu. Bófaflokkarnir tveir halla sér einkum að fólki yfir sextugt. Fylgi þeirra gufar upp hjá yngri hópum. Ferlið bendir til, að Flokkurinn og Framsókn verði fyrr en síðar útdauðir eftir fremur hraða öldrun. Raunar er fylgi Bjartrar framtíðar að falla í enn hraðari farveg öldrunar. Gamla fólkinu finnst líklega þar vera kurteist fólk, sem sé flott í tauinu. Unga fólkið kærir sig hins vegar ekkert sérstaklega um slíkt. BF er skrítið dæmi um bráða öldrun. Fátt bendir heldur til, að Vinstri græn og Samfylkingin geti selt þá hugmynd, að þau muni efna það, sem þau sviku síðast.