Metropolitan hótelið við Ránargötu, áður City Hotel, fær hroðaleg ummæli hótelgesta á TripAdvisor.com. Nefna dæmi um, að hótelið reyni að svindla á sér. Ljúgi til um staðreyndir, þótt þær séu skjalfestar. Afgreiðslan sé þurr og jafnvel dónaleg. Eitthvað sé um, að krítarkortum sé rennt tvisvar í gegn og reynt að fá tvígreitt fyrir gistingu. Morgunverðurinn sé afleitur og hreinlæti lélegt í eldhúsi og herbergjaþjónustu. Sjaldgæft er, að hótel fái svona vonda útreið hjá gestum. Spurning er, hvort Ferðamálaráð þurfi ekki að grípa í taumana. Svo að lélegur hóteleigandi skaði okkur ekki.