Rithöfundurinn Richard Rutherford-Moore segist geta sýnt fram á, hvar gröf Hróa hattar sé. Hrói er sagður hafa legið banaleguna í Kirklees klaustri á 13. öld, hafa skotið þaðan ör og viljað láta grafa sig, þar sem örin kæmi niður. Eftir tilraun með 20 örvar taldi Rutherford-Moore sig hafa fundið staðinn með fimm metra nákvæmni. Það er einmitt staðurinn, þar sem staðfest er, að grafið var niður á mannabein á átjándu öld og þau fjarlægð. Liggur þá beint við að ætla, að það hafi verið bein Hróa, sem eru þá líkast til týnd. Þó verður að taka fram, að ósannað er með öllu, að hann hafi verið til. Frá þessu segir Brady Haran í BBC.