Hroki Steingríms

Punktar

Aðeins lokuðustu hrokagikkir kalla viðmælanda sinn “Guðmund nokkurn Steingrímsson”. Steingrímur J. Sigfússon er farinn að tala eins og hann sé orðinn ráðherra. Líklega hafa landsfundurinn og skoðanakannanir stigið honum til höfuðs. Fylgið er samt ekki komið í hús og ástæða til að fara varlega á torgum. Steingrímur lenti í erfiðri vörn, þegar hann hvatti til lögregluaðgerða á netinu. Vandamál netsins eru alvarleg, en verða ekki leyst með Geir og Grana. Og að ávarpa álitsgjafa sem “Guðmund nokkrun Steingrímsson” er bjánalegur og ákaflega gamaldags hroki.