Fréttablaðið segir okkur í dag, að Tryggingastofnun viðurkenni mistök sín, en leiðrétti þau ekki að eigin frumkvæði. „Hægt er að óska endurupptöku á málinu hjá stofnuninni“ segir hún í upphöfnum hroka sínum. Þetta er eins og kansellíið á tímum einvaldskónga. Þannig er framkoma þessarar krumpuðu stofnunar ár eftir ár í hverju málinu á fætur öðru. Alltaf reynir Tryggingastofnun að kvelja fólk og hafa af því fé. Þegar hún er svo kúguð til að fara að lögum, geta fórnardýr hennar vælt út leiðréttingar, hvert fyrir sig. Auðvitað ber opinberum stofnunum að leiðrétta sín mistök sjálf og það fljótt. Reka ætti Sigríði Lillý Baldursdóttir forstjóra.