Hrokinn er að drepa Má

Punktar

Hrokinn er að drepa Má Guðmundsson seðlabankastjóra. Hrokinn beinlínis lekur niður kinnar, er hans náð tjáir okkur: „Og síðan bara gerist það í framhaldinu, að það, sem þarf að gerast, mun gerast“. Var að reyna að útskýra gegnsæið í undirbúningi minnkunar fjármagnshafta. Ég fyllist alltaf vantrú á bankann, þegar ég sé hvernig Már getur ekki rökstutt nokkurn hlut. Um 800 milljarða stöðugleikaskattinn, sem pólitíkin lofaði okkur, þá segir Már nú: „Þetta verða einhverjir mörg hundruð milljarðar, það er náttúrulega algjörlega ljóst“. „Einhverjir“, já, það er “algjörlega ljóst“. Hrokagikkurinn leynist ekki.