Hrokinn hefur magnazt

Punktar

Mér fannst sjálfstæðismenn ekki vera hrokafullir á tólf ára stjórnartíma fráfarandi stjórnar. Þeir þóttust ekki eiga heiminn. Þetta hefur breyzt við stjórnarskiptin. Þeir notuðu áður varfærin orð um virkjanir, en tala nú prívat eins og umhverfið skipti engu. Þeir eru líka aftur farnir að tala eins og nemendur í Chicago-hagfræði. Þetta stafar af, að vægi flokksins er meira í nýju stjórninni en hinni gömlu. Samfylkingin var of lin í samningum um stjórnina, sýndi veiklyndi stjórnarþorstans. Úlfar Sjálfstæðisflokksins telja sig því geta farið að bera tennurnar. Ríkið, það er ég, segja þeir