Hrokinn í plögginu

Fjölmiðlun

Kastljósið er hrokafullur þáttur, ríki í ríkinu. Hefur að undanförnu mest snúizt um plögg í þágu ýmissa vina, sem selja vörur og þjónustu fyrir jólin. Inn á milli slíkra auglýsinga var svo skotið sérkennilegri árás á Ögmund Jónasson þingmann. Allir álitsgjafar, ALLIR, eru sammála um, að það var með öllu ómakleg árás. Samt hefur hrokagengi Kastljóss ekki beðizt afsökunar. Það heldur áfram eins og ekkert sé. Þannig er bara lífið í dag, hrokagikkir og tuddar ráða ferðinni. Árið 2007 lifir enn í sálarlífi margra. Fólk verður að venja sig við, að afneitun er eitt allra öflugasta tæki nútímamannsins.