Ekkert bendir til stöðvunar á auknum straumi ferðamanna til Íslands. Þvert á móti sýna pantanir og flugáætlanir töluvert meiri fjölgun en er á þessu ári. Árið 2017 verður mesta ferðamannaár sögunnar. Bretar eru í kreppu, en ætla samt að koma fleiri en áður. Allar umsagnir ferðamanna eru jákvæðar. Stórkostlegt er að koma hingað og Íslendingar taldir vinsamlegir. Gistingu og mat er hrósað upp í rjáfur. Þetta er beinlínis hástig lífsins að mati margra. Engar líkur eru á, að þetta breytist á næstu árum. Við þurfum að vísu að gera fólki kleift að kúka og pissa og gera fleirum kleift að koma upp Airbnb heima hjá sér. Það bjargar þjóðarhag.