Hrossa Group

Punktar

Dagblað, sem gefið er út á Vindheimamelum, upplýsir, að boðnar hafi verið tíu milljónir króna í hryssu undan Orra frá Þúfu, en hún hafi ekki verið föl. Ef við reiknum með, að hún muni eiga tíu folöld, er það milljón á folaldið, áður en búið er að borga folatoll upp á kvartmilljón. Ef hryssur fara í tíu milljónir, er skammt í að stóðhestar fari í hundrað milljónir. Því má fullyrða, að hestamennska sé hvorki landbúnaður né íþrótt, heldur löglegt fjárhættuspil. Enda eru hestar ekki lengur í eigu einstaklinga, heldur fyrirtækja á borð við S-Group.