Hrun bófaflokkanna

Punktar

Að undirlagi Davíðs Oddssonar hefur fylgi bófaflokkanna hrunið í febrúar. Hann lamdi áfram þá stefnu forherðingar, sem varð að harakiri bófanna. Frá janúar minnkaði fylgi Sjálfstæðisflokksins úr 27% niður í 24% og síðan niður í 19% síðustu vikuna í febrúar. Hrun Framsóknar er svipað, úr 18% niður í 15% og síðustu vikuna niður í 13%. Nýjustu tölur Gallup. Hrunið hafa þeir flokkar, sem storkuðu fólki með heimsku sinni, fólsku og siðblindu. Loksins hafa kjósendur áttað sig á, að þetta eru augljósir bófaflokkar, sem ræna og rupla þjóðina. Nú þarf fólk að fylgja þessu eftir og gera þeim lífið leitt.