Hrun borgaralegra gilda

Punktar

Fyrir 40 árum studdi ég Sjálfstæðisflokkinn. Borgaralegan flokk til hægri við miðju, öðruvísi en Framsóknarspillingin. Svo komst Davíð Oddsson til valda og hugmyndafræðingar frjálshyggju í kjölfarið. Á þeim grundvelli var hluti ríkisins einkavinavæddur, einkum bankarnir. Græðgin var sett á stall frelsarans. Þegar verki Davíðs lauk, fór hann í Seðlabankann og brenndi þar 276,2 milljörðum króna, 800.000 krónum á hvern Íslending. Nú stýrir flokknum hrunflokkur vafnings, þjófs, gjaldþrotafræðings, skattsvikara, kúlulánista, glæfrasjóðstjóra og bankamútu-reddara. Berst fyrir bættum hag ofurríkra.