Hrun franskra kaffihúsa

Punktar

Kaffihús hafa öldum saman einkennt franska bæi. Nú er skyndilega að verða á því breyting. Þorp, sem áður höfðu fjögur kaffihús, hafa núna aðeins eitt. Kaffihúsum Frakka hefur fækkað úr 200.000 í 40.000 á hálfri öld. Ótal kaffihús eru til sölu, en eftirspurn er engin. Stafar af hærri launum starfsfólks, banni við reykingum og minni kaupmætti fólks í kreppunni. Mestu máli skipta þó breyttir siðir. Fólk er hætt að hittast á kaffihúsum. Það hangir bara heima og horfir á sjónvarp. Félagsskapur er kominn á internetið. Þar hittist fólk á Skype, FaceBook, Twitter, YouTube. Og í sýndarveruleika.