Ríki mestrar markaðsvæðingar eru Bandaríkin og Bretland. Á báðum stöðum er allur þorri auðs kominn í hendur sárafárra. Á báðum stöðum er hreyfing fólks milli stétta frosin. Ríki misskiptingar og fastrar stéttaskiptingar. Enda hafa jarðskjálftar í fjármálaheiminum sýnt, að fræði markaðshyggjurnar eru hrein trúarbrögð. Svo sem að lægri skattprósenta leiði til meiri skatttekna. Að velgengni ríkra sáldrist niður til fátækra. Að markaðir hafi sjálfvirka hæfni til að rétta sig af. Að óheftur markaður leiði til sigurgöngu þeirra, sem bjóða beztu vöru og þjónustu á lægsta verði. Allt reyndist þetta bull.