Hrunflokkar myndi stjórn

Punktar

Tími er kominn til að horfast í augu við, að hrunverjar hafa meirihluta þjóðarinnar á sínu bandi. Flokkur Davíðs hefur 35% fylgi og flokkur Halldórs 10% fylgi. Samfylkingin hefur 20% fylgi og þar eru margir, sem vilja ekki lögsækja Ingibjörgu Sólrúnu. Samtals tveir þriðju þjóðarinnar. Tveimur árum eftir hrunið vill þjóðin leiða hrunverja aftur til valda. Stjórnarslit eru beint framhald af einleik Jóhönnu. Samfylkingin er aumingi, sem ræður ekki við skúringar. Samfylkingin og Flokkurinn geta myndað stjórn með meirihluta á núverandi alþingi. Enda er rétt, að þjóðin fái það böl, sem hún á skilið.