Hrunið eins og rokið?

Punktar

Gunnar Bragi Sveinsson alþingismaður ímyndar sér, að hrunið hafi bara verið áhlaup, sem hafi lægt eins og rokið. Framsóknarmaðurinn veit ekki, hvað hann er að tala um, ekki frekar en þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Hrunið íslenzka var margfalt verra en Gunnar Bragi ímyndar sér. Það sýna allar tölur. Gengi krónunnar hrundi, Seðlabankinn varð tæknilega gjaldþrota á kostnað fólksins og ríkissjóður varð skuldsettur upp fyrir eyru. Fimm ár tekur að greiða úr því versta, einkum vanda skattgreiðenda. Því skerðist opinber þjónusta. Gunnar Bragi er óvenju ringlaður bullukollur, jafnvel af Framsókn að vera.