Hrunið fjölmiðlatraust

Fjölmiðlun

Til skamms tíma treysti ég nokkrum erlendum fjölmiðlum, einkum bandarískum og brezkum. Í Bandaríkjunum hefur nám í fjölmiðlun áratugum saman verið það bezta í heimi. Og ég hef notað bandarískar kennslubækur, þegar ég hef haft tækifæri til að kenna fjölmiðlun. Síðustu ár hefur þetta traust verið að dofna og nú er það hrunið. Margoft hefur komið í ljós, að New York Times er málpípa stjórnvalda og auðhringja. Guardian hagar sér undarlega, einkum í tengslum við Wikileaks. Washington Post er orðið sveitablað og Los Angeles Times er svipur hjá sjón. Nú þarf að leita frétta í tísti og fésbók.