Hrunið: Happdrættisvinningur

Punktar

Sem forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings er Ásgeir Jónsson hagfræðingur með minnisstæðari mönnum. Fremstur í fylkingu presta útrásarbólunnar allt fram í hrun. Er aftur kominn á vettvang með skýrslu handa Bjarna Ben aflendingi. Þar segir, að „hagnaður ríkisins [sé] kominn upp í 160 milljarða króna“ Hrunið var semsagt happdrættisvinningur! Ekki er tekið tillit til tapaðra skatttekna og aukinna almennra ríkisútgjalda vegna hrunsins. Enn síður til gjaldþrots og eignamissis þúsundanna og brostinna megingjarða velferðar. Ég held því, að Ásgeir eigi að fara manna varlegast í útreikningum á þessu frábæra hruni hans.