Hrunið heilbrigðiskerfi

Punktar

Tæplega 9000 bandarískir læknar hafa krafizt ríkisrekins heilbrigðiskerfis í Bandaríkjunum eins og Kanada hefur notað í nærri fjóra áraugi. Frá þessu segir m.a. Kate N. Grossman í Chicago Sun-Times. Læknarnir segja, að hið einkarekna bandaríska heilbrigðiskerfi sé það langdýrasta í heiminum, en nái samt ekki til 41 milljón manna, sem engar sjúkratryggingar hafa, og milljóna í viðbót, sem hafa ófullnægjandi sjúkratryggingar. Þeir segja, að bandaríska kerfið sé að hruni komið, enda geti það kostað fjölskyldu um 700.000 krónur á ári að fá sér einkarekna sjúkratryggingu. Helztu andstæðingar endurbóta á kerfinu eru tryggingafélögin og lyfjafyrirtækin, sem styðja repúblikana með himinháum fjárhæðum.