Hrunið sem kom að utan

Punktar

Ein undarlegasta grein, sem ég hef séð á prenti, birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi okkur frá hruninu. Hún veit greinilega ekki bofs um stóru sannleiksskýrsluna, sem gefin var út af rannsóknanefnd Alþingis um hrunið. Þar er lýst hinni pólitísku ábyrgð á hruninu. Þorbjörg Helga telur, að hrun bankanna og Seðlabankans hafi komið hingað frá útlöndum. Þetta er sú plata, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur spilað og mun spila. Enda sagði varaformaður hans, að sannleiksskýrslan yrði bara tímabundinn vandi Flokksins. Menn mundu gleyma henni eins og öðru.