Hrunin heilbrigði

Punktar

Heilbrigðiskerfið er hrunið. Var lengst af gallað, til dæmis voru tannlækningar og eru enn á kostnað sjúklinga. En nú er hrunið ekki á einstökum sviðum, heldur almennt. Biðlistar lengjast hratt, eru farnir að valda fólki heilsutjóni og jafnvel ótímabæru andláti. Löngu biðlistarnir líkjast engu í nálægum löndum. Nú bíður fólk þrjú ár eftir augasteinaskiptum, tiltölulega fljótlegri aðgerð. Ríkt fólk fær augasteinaskipti strax í dag. Þannig er orðið tvenns konar heilsufar, hinna ríku og svo hinna, sem mega éta það, sem úti frýs. Fyrri ríkisstjórn hélt nokkurn veginn í horfinu, en græðgisvædda stjórnin stefnir hratt út í ógæfuna.