Hrunverjar taka við 2011

Punktar

Ríkisstjórnin þarf að halda völdum í rúmt ár í viðbót. Hindrar hrunverja í að spilla rannsókn hrunmála. Þeir komast þá ekki til valda fyrr en stóra afborganaárið 2011. Fá þá verðugt verkefni í hendur að reyna að dreifa skuldaafborgunum ársins, sem verða 350 milljarðar. Töluvert hærri upphæð en þeir tæpu 100 milljarðar, sem núverandi ríkisstjórn þarf að leysa á þessu ári. Vandi næsta árs verður ekki leystur með illu umtali um Norðurlönd og Evrópusambandið. Verður aðeins leystur með friðarsamningum við útlönd. Vel er við hæfi, að hrunverjar og lýðskrumarar reyni að leiða það mál til lykta.