Hryðjuverkum fækkar

Punktar

Hryðjuverk í Vestur-Evrópu eru færri á þessari öld en þau voru síðustu áratugi liðinnar aldar. Umfang hvers hryðjuverks er hins vegar stærra, margir tugir drepnir í hvert sinn. Fyrra tímabilið voru hryðjuverk á vegum margra fámennra og óskyldra hópa. Núna eru þau nánast eingöngu á vegum eins aðila, róttækra múslima, sjá þó Breivik. Þegar hver atburður er stórfelldur og sömu öfgar ætíð að baki, er skiljanlegt, að hræðslan sé meiri. Í samanburði við aðra óvænta dauðdaga eru hryðjuverk í Vestur-Evrópu samt rosalega fátíð. Nánast engar líkur eru á, að þau valdi þér ótímabærum dauða. Þið getið því óhrædd haldið ró ykkar.