Sjónvarpið birti í gær hryllingssögu af glæpum SP fjármögnunar, dótturfélags Landsbankans. Með alls kyns lygum og fölsunum var skuld vegna bílaláns kýld upp um margar milljónir. Græðgisveiki hrunsins er enn á fullu. Yfirmenn SP voru handvaldir af Ásmundi Stefánssyni bankastjóra, sem var handvalinn af sjálfri ríkisstjórninni. Svo segir Gylfi Magnússon bankaráðherra, að ríkið verði líklega að hlaupa undir bagga með fjármögnunarfyrirtæki ríkisbankans. Það má aldrei verða. Aldrei. SP á að fara lóðbeint á hausinn og starfsliðið beint í fangelsi. Án afskipta bankstera-vinarins á kostnað skattgreiðenda.