Hryssur hafa verið til umræðu í pólitíkinni eftir áramótin. Vel til fundið, því að hryssur eru merkilegar verur, taldar goðumlíkar meðal þjóða, sem lifa á reiðmennsku. Ýmsir guðir voru í hryssulíki, samt ekki hjá Forn-Egyptum, sem áttu þó góða kerruhesta. Gamlar hryssur stýra stóði á Íslandi, ekki stóðhestar. Þeir hlaupa út og suður, viðþolslausir af greddu, magrir, bitnir og vansælir. Gömlu og rólegu merarnar stjórna hins vegar ferð, fara fyrir stóðinu og finna nýja bithaga og ný vatnsból. Í goggunarröð hrossanna eru fremstar hryssur, sem komnar eru til ára sinna. Þannig ætti að vera hjá oss.