Hugarfarið er annað

Fjölmiðlun

Hvers vegna les unga fólkið ekki? Af því að hugarfar þeirra er annað en hinna eldri. Nýjar kynslóðir eru aldar upp í sjónmiðlum, svo sem tölvum, leikjum og kapalkerfum. Annað hugarfar er ekki sama og heimskara hugarfar. Greindarvísitala hefur hækkað. Þeir, sem hefðu fengið 115 stig árið 1956, fá nú 100 stig. Þetta hefur einkum gerst á óhlutlægum og sjónrænum sviðum greindar. Nýja fólkið er undir vefinn búið. Fyrir vefinn fór sagnalist eftir þeirri tækni, sem notuð var. Fólk sagði sögur fyrir prent, útvarp eða sjónvarp. Vefurinn knýr tæknina núna til að sameinast í margmiðlun.