Hugdetta ráðherrans

Punktar

Smám saman kemur í ljós, að sjávarútvegsráðherra hafði ekki samráð við neinn um flutning Fiskistofu. Bara hugdetta, sem hann bar undir Sigmund Davíð, en ekki þingflokk Framsóknar og hvað þá þingflokk sjálfstæðismanna. Ekki var sóað mínútu í að fletta upp í lögum, sem segja flutning ólöglegan með þessum hætti. Kostnaðartalan, sem Sigurður Ingi Jóhannsson nefndi, var bara skálduð á staðnum. Ein ástæðan, sem hann gaf, var há húsaleiga á Reykjavíkursvæðinu. Fiskistofa fer þó í enn dýrari leigu á Akureyri. Sjálfstæðisþingmenn lýsa hver á fætur öðrum andstöðu við flutninginn. Er allt í lagi með ráðherrann?