Hugdettur stórforstjóra

Punktar

Sé Frosti Sigurjónsson höfundur tillögu Framsóknar um hókus-pókus peningakerfi, minnir það á annan stórforstjóra. Slíkir hafa jafnan um sig hjörð sýkkófanta, sem segja þeim daglega, að hugdettur þeirra séu frábærar. Þeir fara sjálfir að trúa þessu. Til dæmis Hermann Guðmundsson, sem hrökk frá N1 eftir dúndrandi tap. Hann þóttist til dæmis ætla að kenna útgefendum, hvernig ætti að gefa út bækur. Gaf út nokkrar. Þær seldust ekki og upplaginu var ekið á haugana. Þótt menn séu forstjórar stórra fyrirtækja, þýðir það ekki, að taka beri í alvöru hugdettur þeirra. Jafnvel Frosti hjá DoHop getur ekki galdrað peninga með sjónhverfingum.