Þennan skrítna texta las ég í Sandkorni DV í dag: “En allar vangaveltur um leynipennann eru byggðar á getgátum, þar sem huglaus höfundurinn heldur sig í myrkviðunum.” Höfundurinn er að tala um FL-myndskeiðið, sem töluvert hefur verið rætt í bloggi. Hann er svo forstokkaður, að hann sakar höfund myndskeiðsins um að vera huglaus leynipenni. Huglaus? Er þá höfundur Sandkorns ekki einmitt huglaus leynipenni, sem heldur sig í myrkviðnum? Menn, sem búa í glerhúsi eiga ekki að skrifa á þennan hátt. Bezt væri auðvitað, að höfundur Sandkorns kæmi úr myrkviðnum fram í dagsljósið.