Sjálfstæðisflokkurinn hefur skipt út hugmyndafræðingum. Til hliðar hefur verið lagður Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Hugmyndir alþjóða auðvaldsins hafa verið lagðar í salt til betri tíma. Þær þóttu fínar í veizlunni, duga ekki í kreppunni. Í staðinn er mættur Styrmir Gunnarsson og hugmyndafræði Umsátursins: Bankahrunið var útlendingum að kenna og sérstökum aðstæðum í útlandinu. Erlend ríki og fjölþjóðastofnanir gerðu samsæri um að koma okkur á hausinn. Norðurlönd voru framarlega í þeim hópi. Beinir athyglinni frá Davíð Oddssyni og Sjálfstæðisflokknum, sem eru raunverulegu sökudólgarnir.