Hugsjónaeldur Ísorku

Punktar

Ísorka hóf í dag að selja rafmagn í bíla á nokkrum hleðslustöðvum. Mbl.is segir frá þessu, en svarar ekki spurningunni um, hvað rafmagnið eigi að kosta. Blöð eru fyrir almenning og eiga að svara spurningu um kostnað, fyrstan allra. Mbl.is feilar þar, en eyðir þó plássi í bla-bla viðtöl við forstjóra og ráðherra. Þar kemur m.a. fram, að fjárheimtan sé innblásin af innilegri hugsjón Ísorku. Hana dreymi næturlagt um að efla þjónustu við eigendur rafbíla. Þegar komið er út í slíkar upplýsingar, er skrítið að láta liggja milli hluta, hvað þjónustan kosti. Vitum öll hvort sem er, að íslenzk fyrirtæki eru rekin af innri eldi hugsjóna.