Lítið fer fyrir hugsjónum Íslendinga nú á dögum. Menn rífa stundum kjaft, en gera lítið í málum. Meirihlutinn er andvígur landníði Landsvirkjunar, en lætur þar við sitja. Við Kárahnjúka mótmæla aðeins nokkrir tugir manna, flestir útlendingar. Ef allt væri með felldu, væru þar þúsundir borgara að mótmæla. Þá væri búið að stöðva landníð ríkisstjórnarinnar. En við lifum á tímum, þegar flestir hugsa mest um eigin hag, um að koma sér áfram í lífinu. Nokkur þúsund manns eru svo langt leidd, að þau kjósa xB-vinnumiðlun í kosningum, rétt eins og Framsókn sé stjórnmálaflokkur.