Hugtakasmíði lagatækna

Punktar

Kenning Gunnars Þ. Andersen um “óvirka” stjórnarsetu sína í aflandsfélögum gæti verið komin frá Sigurði G. Guðjónssyni. Fremsti lagatæknir okkar fann upp hugtakið “einkalífeyrissjóður” í vörn fyrir útrásarbófa. Lagatæknar nota tilbúin hugtök af þessu tagi. Til dæmis heita lögbrot núna “að fara á svig við lög”, eins og þau séu hindranir í vegi ofurmenna. En nú eru Gunnar og Sigurður sinn í hvoru liðinu, Gunnar í eftirlitinu og Sigurður í vörninni. Gunnar er samt enn kræfur í framleiðslu hugtaka, þegar það hentar honum. Varla rétti maðurinn til að fást við ofur-lagatækninn Sigurð G. Guðjónsson.