Hugur og hjörtu

Punktar

Bandaríski herinn vinnur ekki hug og hjörtu Íraka með því að ryðjast inn á stofugólf þeirra, ota að þeim byssum, garga á þá og skjóta suma. Nánast öll þjóðin í Írak hatar Bandaríkin eins og pestina. Um þetta fjallar H.D.S. Greenway í Boston Globe. Nestor bandarískra álitsgjafa vitnar í bandarískan hermann, sem segir andrúmsloftið í landinu hafa gerbreytzt við langvinnt hernám. Allir, sem vinna fyrir herinn eða leppstjórnina, eru taldir raktir landráðamenn og verða síðar skornir á háls. Þegar Bandaríkin leggja niður rófuna og neyðast til að hafa sig á brott. Eins og í Víetnam.