Huldueyjar í hafinu

Punktar

Ólafur Ragnar Grímsson bullar svo hratt, að útilokað er að henda reiður á, hvað hann meinar. Síðast sagði hann Skotum á BBC, að margar þjóðir í Norður-Atlantshafi hafi átt erfitt, en vegnað vel, væntanlega sjálfstæðar. Ekki á hann við skozku eyjarnar, sem heyra undir Skotland. Ekki við Azor, sem heyra undir Portúgal. Tæpast við Nýfundnaland, sem varð gjaldþrota og sagði sig til sveitar í Kanada. Grænland er í afar erfiðum málum vegna ásælni erlendra auðhringa. Færeyjar þora ekki að verða sjálfstæðar. Er hann kannski að tala um Noreg, sem fann olíu? Líklega er það Írland. Sem makar krókinn á Evrópu.