Stjórnvöld á Íslandi hafa neitað að segja frá orkuverði til stóriðju. Það er slæmt, segir OECD, Efnahags- og framfarastofnunin. Upplýsingar um verð eiga að vera gegnsæjar. Annars vita kjósendur ekki, hverju stóriðjan skilar til þjóðarinnar. EECD gagnrýnir einnig, að ekki skuli vera tekið tillit til landleigu, notkun náttúrugæða og umhverfisáhrifa í samningum ríkis og Landsvirkjunar um stórvirkjanir og stóriðju. Gagnrýni alþjóðastofnunarinnar segir allt, sem segja þarf um fáránlega stóriðjustefnu.