Á hverju ári eru 33.000 Bandaríkjamenn drepnir með skotvopnum, fleiri en í umferðarslysum. Eins og allir Íslendingar séu drepnir á tíu ára fresti. Af þessum fjölda deyja innan við fimm á ári í því, sem kölluð eru hryðjuverk. Má kalla þetta borgarastyrjöld? Barn, sem hringir dyrabjöllu, er skotið til bana. Þetta er ekki lengur siðað samfélag borgara, þetta er löglaus þriðji heimurinn. Byssueign vex, en Barack Obama forseti tuldrar bara og gerir ekki neitt. Þetta er meiriháttar vandi. Leiðir meðal annars til, að þú sætir áreiti á flugvöllum, sértu svo hugumstór að ferðast til Bandaríkjanna.