Fornleifafræðingar skemmta sér við að rústa tilgátum um fornar launhelganir drúída í Stonehenge í Englandi. Segjast meira að segja hafa komizt að raun um, að risasteinavarðinn sé miðja grafreits kóngafjölskyldu. Sem var uppi um 8.000 árum fyrir Krist, tvöfalt eldri en faraóar píramíðanna. Hinn mikli steinhringur er ekki lengur talinn tilraun til tímatals eða spádómur um framtíðina. Enn síður eru fornminjarnar leifar af heimsfrægu sjúkrahúsi. Sem Simon Jenkins fullyrti þó í lærðri grein í Guardian fyrir hálfu öðru ári. Rosemary Hill var að gefa út bókina Stonehange, sem leysir gátuna.