Húmor í frétt

Punktar

Eðlilegt er, að fjölmiðlar slái upp fullyrðingu um, að Hæstiréttur hafi farið mannavillt, þótt sögumaður sé hagsmunaaðili. Málgagn útrásarvíkings getur líka slegið því upp eins og aðrir fjölmiðlar. Þetta er óneitanlega fyndið og er því fréttnæmt. Er þetta frétt? -er ætíð marklaus spurning. Hins vegar gef ég lítið fyrir þessa fullyrðingu maka sakamanns, sem birtist eftir dúk og disk. Ég þarf betri heimild til að trúa en fjölmiðill þarf til að birta. En fréttin sú arna lífgaði altjend upp þessa síframlengdu ótíð. Veturinn er kominn á fimmta mánuð og hefur því nóg að gert. Oft var þörf á húmor í fréttum, en nú er nauðsyn.