Hún brýtur lagahefð

Punktar

Hanna Birna tók verkfallsréttinn úr sambandi með tilstuðlan Alþingis. Hingað til hafa skyndilög um vinnufrið falið í sér niðurstöðu. Gerðardómi verið falið að fá niðurstöðu í torleystum vinnudeilum. Hefur hann þá jafnan haft í huga, að útkoman henti ekki öðrum málsaðila fremur en hinum. Að þessu sinni falla lögin með Eimskipum gegn sjómönnum. Verkfallinu er einfaldlega ýtt út á haust á óbreyttum launum. Atvinnurekendur fagna. Munu hér eftir reyna að tregðast gegn samningum og ýta deilum að lagasetningu alþingis. Það er hluti af lágstéttahatri Sjálfstæðisflokksins að breyta lagahefðinni í þágu greifa.