Hún hefur vigt

Punktar

Eðlilegt er, að hefðbundnir pólitíkusar séu hræddir við Pírata. Sá flokkur er öðru vísi smíðaður og með öðru hugarfari en hefðbundnir flokkar. Til dæmis hefur stefna flokksins smám saman orðið til í hópum flokksmanna og henni síðar verið breytt með sama hætti. Þetta veldur óróa, þegar píratar eru í samstarfi við aðra og þurfa að lúta samstarfinu frekar en nýjum vilja flokksmanna. Píratar þurfa að taka á vandamálum, sem stafa af brýnu samstarfi. Hitt er svo rangt, að píratar séu rugludallar. Birgitta er til dæmis rúmlega höfðinu hærri en aðrir íslenzkir pólitíkusar, þegar kemur að samskiptum við erlent mektarfólk. Hún hefur vigt.