Fari flokkar ríkisstjórnarinnar bærilega út úr kosningunum, munu þeir túlka það sem yfirlýsingu um traust. Munu þá halda áfram á ógæfubraut sinni. Munu efla þjónustuna við hina allra ríkustu og lækka skatta þeirra. Minnka á móti þjónustuna við sjúklinga og aðra, sem eiga erfitt. Munu hafna áskorunum um þjóðaratkvæði um framhald aðildarviðræðna við Evrópu og slíta þeim viðræðum formlega. Munu áfram eitra ríkiskerfið með sögufrægu gerræði og flokkshygli. Eina leiðin til að milda helreið ríkisstjórnarinnar er að fækka í klappliði sveitarstjórnaliðs hennar í kosningunum. Gefa henni þar með háværa viðvörun.