Í stjórnarskránni er sérstaklega tiltekið að ekki megi skoða póstsendingar og skjöl einstaklinga nema samkvæmt dómsúrskurði eða með sérstakri lagaheimild. Samt opnar tollpósturinn bréf til Ómars Þ. Ragnarssonar umhverfisvinar. Karen Bragadóttir hjá tollinum bullar út í eitt í vörn fyrir njósnir sínar. Segist „ótvírætt“ mega þukla bréf og opna þau án þess að láta menn vita fyrirfram. Gefur í skyn, að hún hafi verið að leita af eiturlyfjum. Er hún enn í starfi? Svona er fólk á Íslandi, úr sambandi við veruleikann og lifir í sýndarheimi. Ekki er von, að vel gangi hér, þegar embættismenn haga sér eins og bófar.