Hundalógík ráðherrra

Punktar

Fyrst er kvartað um, að stjórnarandstaðan sýni leikreglum lýðræðisins dónaskap með málþófi um ríkisútvarpið. Þegar málþófið hefur staðið í viku og bundinn hefur verið endir á það, segja ráðherrar á borð við Þorgerði Katrínu og Björn, að stjórnarandstaðan hafi gefizt upp fyrir sjónarmiðum stjórnvalda. Það er fáránleg lýsing. Hún sýnir vel, hvað ráðherrar telja sig geta stundað grófa hundalógík. Málþóf er vopn, sem getur sýnt megna óánægju stjórnarandstöðu, en hlýtur þó að hafa einhvern enda. Vika getur varla sýnzt minna en hæfilegur skammtur.